Tandoori í Skeifunni

Nýr veitingastaður  – Tandoori – var opnaður í Skeifunni 11 um helgina. Á Tandoori verður lögð áhersla á rétti frá Suður-Asíu, Indlandi og Pakistan og eru margir þeirrar eldaðir í tandoor-ofni staðarins. Verð aðalrétta er á bilinu 890 krónur til 1.590 krónur.

Á Tandoori verður opið alla daga kl. 11-22. Í hádeginu er miðað við að gestir geti ýmist gripið með sér mat út af staðnum eða sest niður við borð en á kvöldin verður meira lagt upp úr að fólk geti tekið sér tíma og notið samveru yfir góðum veitingum. Einnig er boðið upp á veisluþjónustu fyrir hópa.

Yfirmatreiðslumeistari staðarins er Samuel Kamran Gill, sem hefur margra ára reynslu af indverskri og pakistanskri matargerð og hefur m.a. starfað á Shalimar í Austurstræti og Café Oliver. Eigendur Tandoori eru hjónin Kristinn Vagnsson markaðshagfræðingur og Guðný Sigurðardóttir viðskiptafræðingur.

Deila.