Wachauer Gruner Veltliner 2008

Þetta hvítvín frá austurríska framleiðandanum Reiner Weiss er kennt við Wachau sem er eitt þekktasta víngerðarsvæði Austurríkis og liggur upp af Dóná. Þrúgan er Gruner Veltliner, sem er eitt helsta flaggskip austurrískrar víngerðar, enda einstaklega góð.

Wachauer Gruner Veltliner 2008 er nokkuð arómatískt, líkt og gjarnan er um vín úr þessari þrúgu. Rósir og kryddjurtir í nefi ásamt ljósum ávexti, ilmsápa og svo hvíti piparinn sem er svo dæmigerður fyrir þessa þrúgu blandast saman við hvítt súkkulaði í nefi og munni. Vínið hefur ágætis fyllingu og sýru til að gefa því ferskleika.

Fjölhæft matarvín. Reynið með t.d. indverskum Bengal-kjúklingi eða Parmesanfisk.

2.490 krónur. Góð kaup.

 

 

Deila.