Alexander

Alexander er einn af þessum gömlu og góðu, klassískur rjómakokkteill sem hér á árum áður var einn vinsælasti kokkteill landsins og margir biðja enn um. Upprunalega útgáfan af Alexander var með gini en á fyrri hluta síðustu aldar festi Brandy Alexander sig í sessi þar sem koníak eða brandí var notað í staðinn fyrir gin. Á Íslandi er Alexander yfirleitt alltaf Brandy Alexander. Það var Toffi í Perlunni, einn reynslumesti þjónn landsins, sem hristi hann saman fyrir okkur.

1/3 Koníak

1/3 Créme de Cacao (dökkt)

1/3 rjómi

Hristið saman í kokkteilhristara ásamt klaka. Hellið í martini-glas. Skreytið með rifinni múskathnetu eða súkkulaðiflögum.

Deila.