Turning Leaf Cabernet Sauvignon 2008

Bandaríski vínrisinn Gallo er ekki bara stærsta fjölskyldufyrirtæki vínheimsins heldur eitt stærsta vínfyrirtæki veraldar. Turning Leaf hefur lengi verið eitt af vinsælli vínum Gallo í milligæðaflokknum og það er svolítið gaman að sjá að það er nú aftur farið að sækja til upprunans í umbúðum og stíl.

Turning Leaf Cabernet Sauvignon 2008 er um margt dæmigerður fyrir þau vín sem Kalifornía framleiðir utan Napa og Sonoma. Þetta er Cabernet úr heitu loftslagi sætur og örlítið kryddaður með þykkum plómu- og kirsuberjaávexti, angan af berjatyggjó. Vínið er mjúkt og allmikið, nokkur sæta jafnt í nefi sem munni án þess að fara yfir strikið og verða væmið. Þetta er „easy-drinking“-vín eins og Bandaríkjamenn myndu orða það, ekki neitt fyrir sögubækurnar en vel útfært og þægilegt.

1.999 krónur

 

Deila.