Kansas kjúklingur

Þetta er ekta bandarískur Suðurríkjakjúklingur með kröftugri heimatilbúnni barbeque-sósu. Hægt er að nota hvort sem er heilan kjúkling bútaðan niður eða til skinnlausar bringur eða læri.

 • 1 kjúklingur í bitum eða samsvarandi magn af skinnlausum lærum eða bringum.
 • 1 laukur
 • 4  hvítlauksgeirar
 • 3 dl tómata-passata (tómatamauk)
 • 1 dl vínedik
 • 1 dl Worchester-sósa
 • 1 dl amerískt sinnep
 • 3 kúfaðar msk púðursykur
 • 1 msk chili-krydd
 • 1/2 msk nýmulinn pipar
 • 1/2 msk salt

Maukið allt í matvinnsluvél. Setjið í pott og látið malla í um 15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað nokkuð. Geymið helminginn af sósunni en notið hinn helminginn til að velta kjúklingabitunum upp úr áður en þeir eru settir á grilið og berið vel á af sósunni meðan grillað er.

Berið kjúklinginn fram með afganginum af sósunni og t.d. grilluðum sætum kartöflum, amerísku Cole Slaw, hrísgrjónum, grilluðum maís eða fersku gúrkusalati.

Rautt og hvítt ganga bæði með, helst frá Nýja-heiminum. Chilevínin Montes Chardonnay eða Montes Cabernet Sauvignon smellpassa.

Deila.