Pasqua Cabernet Sauvignon Merlot Venezie 2008

Þótt þrúgurnar Cabernet Sauvignon og Merlot séu ættaðar frá Bordeaux þá er fátt hér sem minnir á það franska hérað. Hinn norður-ítalski uppruni leynir sér ekki og vínið á meira sameiginlegt með hinum mildu og ávaxtaríku Valpolicella-vínum þótt þrúgurnar séu ekki þær sömu.

Dökk og þroskuð kirsuber, túrmerik og kakóbaunir. Í munni milt, létt með hreinum ávexti. Þetta mun vera mest selda ítalska vínið á Íslandi og er framleitt af hinum ágæta vínhúsi Pasqua í Verona.

5.450 fyrir þriggja lítra kassa eða sem samsvarar 1.362 krónum á  hverja 75 cl. Góð kaup.

 

Deila.