Þetta búlgursalat er frábært meðlæti með til dæmis grillmatnum. Það er líka hægt að leika sér að því að nota ólíkar tegundir af grænmeti í salati. Búlgur er yfirleitt að finna í heilsudeild stórmarkaða en ef þið finnið það ekki má nota couscous í staðinn,
- 4 dl búlgur (eða couscous)
- 8 dl kjúklingasoð
- 1 lúka rúsínur (helst ljósar)
Sjóðið búlgur samkvæmt leiðbeiningum á pakka í kjúklingasoði (vatn og kjúklingakraftur). Yfirleitt þarf búlgur 15-20 mínútna suðu en couscous mun skemmri. Undir lokin bætið þið rúsínunum út í hrærið saman. Leyfið að kólna.
þetta þarf síðan í salatið með:
- 1 lime, safinn pressaður
- 2-3 sm engiferrót, rifin
- 1/2 dl ólívuolía
- 2 tómatar, saxaðir í litla bita
- 1/2 agúrka, söxuð í litla bita
- 1 avókadó, skerið í tvennt, takið steininn út og takið ávaxtakjötið út með skeið
- Grænt salat, t.d. klettasalat
- Ferskar kryddjurtir, t.d. steinselja, mynta eða kóríander
Blandið saman limesafanum, rifnu engiferrótinni, olíu og salti í stórri salatskál. Setjið búlgur ofan í og blandið saman. Blandið grænmetinu saman við.