Humarpizza

Þessi uppskrift að humarpizzu rak á fjörur okkar á dögunum og fylgdi sögunni að hún væri alveg mögnuð. Hún var umsvifalaust prufuð og sannreynt að þetta væri fyrsta flokks pizza.

  • 1 skammtur pizzadeig
  • rjómaostur
  • 1 dós tómatakraftur
  • 8-10 humarhalar
  • 25 g smjör
  • 3-4 hvítlauksgeirar, mjög fínt saxaðir
  • Parmesanostur
  • lúka af söxuðum, ferskum basilblöðum

Takið humarinn úr skelinni og hreinsið görnina úr.  Fletjið pizzudegið út mjög þunnt. Blandið saman rjómaosti og tómatakrafti/púrru í jöfnum hlutföllum og smyrjið á pizzuna. Rífið ferskan parmesan-ost yfir.

Hitið ofn eða grill. Ef þið notið ofn er hann hitaður eins mikið og hægt er. Best er hins vegar að elda pizzuna á pizzasteini í grilli (það má líka nota slíka steina í ofni). Með því að nota stein fæst mikill undirhiti sem gerir botninn stökkari og líkari því sem við þekkjum úr pizzaofnum veitingastaða.

Setjið botninn á steininn/í ofninn.

Á meðan bræðum við smjör og setjum hvítlaukinn út í. Veltið humarhölunum upp úr bráðnu hvítlaukssmjörinu. Þegar pizzan fer að verða tilbúinn og á einungis nokkrar mínútur eftir er humarinum bætt út á og látinn bakast með síðustu mínuturnar.

Það má líka steikja humarinn í smjörinu á pönnu áður en þið setjið hann á.

Takið pizzuna af grillinu/úr ofninum. Rífið meiri Parmesanost yfir og sáldrið fersku basil yfir.

Fourchaume

 

Með þessari pizzu hentar Chablis vín mjög vel eða góð Chardonnay. Til dæmis La Chablisienne eða Peter Lehmann Chardonnay.

 

 

 

Deila.