Caracter Chardonnay-Chenin 2009

Þetta hvítvín úr Caracter-línunni frá Bodegas Santa Ana í Argentínu er blanda úr tveimur þrúgum, Chardonnay og Chenin Blanc.

Ungt og ferskt, ávaxtaríkt.  Í ilmi vínsins suðrænir ávextir, ananas, greip og fíkjur í nefi, skarpt í munni með ferskri sýru.

1.399 krónur. Góð kaup. Verðið tryggir víninu þriðju stjörnuna.