Hardys Mill Cellars Shiraz 2009

Vínin með fuglamyndunum frá Hardy’s voru einhver fyrstu áströlsku vínin sem hér sáust fyrir einum tveimur áratugum síðan. Hardys-vínin hurfu síðan af markaðnum um skeið en eru nú komin aftur.

Mill Cellars er með ódýrari línunum frá Hardys og þrúgurnar koma frá mismunandi svæðum í suðasuturhluta Ástralíu svo sem Riverland og Darling. Þetta er dæmigerður Ástrali, þykkur, massaður ilmur með sultuðum, svörtum berjum, kókosmassa og skóáburði. Heitt, áfeng og mjúkt í munni.

1.699 krónur. Góð kaup.

 

Deila.