Sörur

Sörur eru með vinsælustu jólakökunum. Þær eru kannski ekki þær allra einföldustu í bakstri en þó er auðveldara að gera Sörur en margur hyggur.

  • 3 ½ dl flórsykur
  • 200 g möndlur
  • 3 eggjahvítur

Krem

  • ¾ dl sykur
  • ¾ dl vatn
  • 3 eggjarauður
  • 100 g smjör
  • 2 msk kókomalt

 Súkkulaðihjúpur

  • suðusúkkulaði eða annað súkkulaði að vild

Sigtið flórsykurinn og brytjið möndlurnar niður.

Stífþeytið eggjahvíturnar.

Blandið möndlum og flórsykri varlega saman við eggjahvíturnar. Bakið við 180 í 10 mín. Kælið.

Þá er komið að því að gera kremið. Sjóðið saman sykur og vatn þar til að úr verður síróp, þetta tekur um 8-10 mínútur.

Þeytið eggjarauðurnar vel saman, hellið síropinu  varlega saman við eggjarauðurnar og haldið áfram að þeyta á meðan. Bætið smjörinu við (það þarf að vera volgt og mjúkt) og þar á eftir kakói.

Setjið kremið á kaldar kökurnar og stingið þeim í frysti.  Þegar kökurnar með kreminu eru orðnar vel kaldar og harðar eru þær hjúpaðar með bráðnu súkkulaðinu.

Ef þið viljið mikið krem á Sörurnar má tvöfalda kremmagnið í uppskriftinni að ofan.

Best er að geyma kökurnar í frysti og taka þær út skömmu áður en bera á þær fram.

Deila.