Marineruð síld og Álaborgar Jubilæums? Hvernig hljómar það. Verður varla danskara.
Marinerineruð síld er látin liggja í Álaborgar Jubilæums Akvavit þannig að fljóti upp á miðjar sneiðar síldarinnar. Perlulaukur settur saman við. Látið standa í 1 klst í kæli og síldinni og lauknum snúið 4 til 6 sinnum á meðan.
Síldin skorin í hæfilega bita og raðað á smurt rúgbrauð. Perlulaukurinn hafður með og skreytt eftir smekk. Gott er að hafa kapers og kavíar með þessum rétti.