Sérrísíld á eggjabátum

Hér er kryddsíldin marineruð í sérrílegi og síðan komið fyrir á eggjabátum.

1 dl sérrí

1 msk vínedik

1-2 msk tómatpúrré

1 msk ólífuolía

Kryddsíld

Vínediki, tómatpúrré og ólífuolíu blandað saman og sérrý sett saman við. 6 kryddsíldarflök skorin í hæfilega bita og sett saman við kryddlöginn. Látið standa í sólarhring í kæli. Hluti af síldinni er marin í gegnum sikti. Síðan er síldarmaukið sett á eggið sneið af sherrysíldinni sett ofan á og skreytt með dilli og kavíar.

Deila.