Sinnepssíld

Sinnepssíldin er bragðmikil og mögnuð en hún byggist á sinnepi, púðursykri og koníaki.

¼ bolli sterkt sinnep

¼ bolli sætt sinnep

¼ bolli púðursykur eða síróp

½ bolli ólífuolía

1 msk koníak

dill

marineruð síld

Sinnepi, púðursykri/sýrópi, olíu ásamt dilli og koníaki blandað vel saman. Gæta þarf að því að setja olíuna hægt saman við þannig að lögurinn skilji ekki.

6 flök marineruð síld í hæfilegum bitum sett saman við og látið standa í ísskáp í sólarhring.

Með öllum síldarréttum er nauðsynlegt að hafa rúgbrauð/maltbrauð og ef vill súrdeigsbrauð eða speltbrauð.

Einnig er við hæfi að hafa mismunandi tegundir af lauk, soðnar karftöflur og soðin egg eru líka oft mjög gott meðlæti með síldarréttum. Eins er kapers og rauður eða svartur kavíar oft góður til skreytinga.

Deila.