Síld í dillrjóma

Hér erum við með síld sem er maríneruð í dilli, sýrðum rjómai og ákavíti.

1 dós sýrður rjómi

dill ferskt eða þurrkað

Salt og pipar

1 msk ákavíti

marineruð síld í bitum

Sýrðum rjóma, dilli, salti, pipar og ákavíti blandað saman. 5 flök marineruð síld skorin í hæfilega bita og sett saman við kryddlöginn og geymt í ísskáp í sólarhring.

Borið fram með rúgbrauði/maltbrauði og fersku dilli og laxa- eða silungshrognum til skreytingar.

Deila.