Þetta er búðingur í bavarois-stíl eða bavarese þar sem að apríkósur eru uppistaðan. Uppskriftin er fyrir 4-6 eftir því hvað þið viljið stóra skammta
- 5 apríkósur
- 1 dl sykur
- 1 dl vatn
- 1 msk sítrónusafi
- 2 blöð matarlím
- 2,5 dl rjómi
Skerið apríkósurnar í fernt. Setjið vatnið og sykurinn í pott og hitið að suðu. Setjið apríkósurnar í pottinn og látið malla á miðlungshita í um fimm mínútur eða þar til apríkósurnar eru orðnar mjúkar. Bætið þá sítrónusafanum saman við og látið malla í mínútu í viðbót.
Setjið í matvinnsluvél og maukið. Setjið í skál.
Leysyið matarlímið upp í 2 msk af vatni.
Bætið matarlíminu saman við apríkósumaukið en takið fyrst frá um 2 msk af apríkósumaukinu og geymið.
Setjið skálina með apríkósumaukinu í ískalt vatnsbað og hrærið í um 10 mínútur eða þar til að maukið hefur kólnað og þykknað.
Þeytið rjómann og bætið varlega saman við apríkósumaukið.
Setjið í skálar og geymið ísskáp.
Áður en rétturinn er borinn fram er matskeiðunum tveimur af mauki sem teknar voru til hliðar blandað saman við 2 msk af flórsykri, 1 msk af sítrónusafa og 2 msk af grískri jógúrt. Setjið skeið af blöndunni ofan á skálarnar með búðingnum. Skerið eina apríkósu í sneiðar og notið til skreytingar.