Kokteilar á Cafe París

Við fengum Orra Pál Vilhjálmsson barþjón á Cafe París til að setja saman nokkra drykki fyrir okkur. Hann notar mikið sænska drykkinn Xanté sem hefur notið mikilla vinsælda á börum í Evrópu en þessi líkjör er blanda úr frönsku koníaki og belgískum eplum.

Einn vinsælasti drykkurinn heitir Lennart og kemur upprunalega frá Svíþjóð, einföld en góð samsetning sem leyfir perubragðinu að njóta sín vel. Í drykknum Xanté Berry eru það hins vegar fersk jarðarber sem eru hrist saman við líkjör og sítrónusafa. Þá verður auðvitað að hafa eitt Mojito-tilbrigði og peruútgáfan Xanté Mojito er óneitanlega svolítið öðruvísi en margar aðrar og hefur fallið í kramið hjá Íslendingum.

Í lokin valdi Orri Páll að hrista saman Coffee Sour en sour-drykkjafjölskyldan er klassísk í heimi kokkteilanna og barþjónar heimsins hafa sett saman slíka drykki í nær tvær aldir.

Deila.