Fregola er pastastegund frá Sardiníu sem samræmist kannski ekki hugmyndum margra um pasta. Þetta eru litlar kúlur, minna svolítið á ofvaxið couscous. Enda er Fregola stundum kallað sardínskt couscous.
- 250 g Fregola Sarda
- 1 eggaldin, skorið í 1 sm teninga
- 1 dós maukaðir tómatar
- 1 væn lúka valhnetur
- 1 búnt steinselja, helst flatlaufa, söxuð
- 2 rósmarínstilkar, nálarnar saxaðar
- 1 lúka myntulauf, söxuð
- Parmesanostur
- Hágæða ólívuolía
- salt og pipar
Ristið hneturnar á bökunarpappír í 180 gráðu heitum ofni þar til þær fara að verða ljósbrúnar, um 10 mínútur. Takið hneturnar úr ofninum og grófsaxið.
Hitið olíu á pönnu og steikið eggaldinbitana á miðlungshita þar til þeir eru orðnir vel mjúkir. Bætið þá tómötunum og rósmarín út. Saltið og piprið. Látið malla í um 10 mínútur eða þar til sósan er farin að þykkna vel.
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og blandið síðan saman við sósuna á pönnunni.
Blandið þá steinselju, myntu og hnetunum saman við. Hellið vænum skammti af góðri ólívuolíu yfir og sáldið 1-2 lúkum af nýrifnum Parmesan yfir. Berið strax fram.