Valtýr Bergman á Fiskmarkaðnum er einn reynslumesti barþjónn landsins og hefur oft verið sigursæll í kokteilakeppnum. Við fengum hann til að setja saman nokkra góða veisludrykki fyrir okkur.
Við byrjum á drykknum Fokk All sem var drykkur Valtýs í keppni Barþjónaklúbbsins fyrr á þessu ári. Drykkurinn var sá stigahæsti í keppninni en í þessum suðræna drykk er blandað saman peruvodka, karamellulíkjör og fersku kókos og ananasmauki.
Hann setti einnig saman Mojito-útgáfu sem heitir Ultimate Mojito og hefur verið vinsæll á Fiskmarkaðnum en þar er þessi vinsæli rommdrykkur tekin upp á nýtt stig.
Martini-drykkir eru alltaf vinsælir og hægt að gera í endalausum útgáfum. Valtýr valdi að gera annars vegar Appletini sem er vodka martini með eplakeim og hins vegar Ginger Martini sem er romm martini með engifer.