Púrtvín og ostar

Það tengja margir osta og rauðvín ósjálfrátt saman. Staðreyndin er hins vegar sú að oft henta önnur vín betur með ostum en rauðvín. Í mörgum tilvikum eru hvítvín besti kosturinn og púrtvín geta sömuleiðis verið frábær kostur með góðum ostum.

Púrtvín eru oftast borin fram með eftirréttum og ekki síst ná þau að spila með eftirréttum úr súkkulaði sem eru flestum öðrum vínum ofviða. En rétt eins og ostar eru ekki allir eins eru púrtvín það ekki heldur.

Ein­föld­ustu púrtvín­in eru köll­uð Ru­by og oft hafa þau ekki ver­ið geymd leng­ur en ár á tunnu. Þau eru yf­ir­leitt ódýr og ávöxt­ur­inn er enn ríkj­andi í bragði þeirra auk þess sem áfeng­ið hef­ur ekki runn­ið mik­ið sam­an við vín­ið. Sé vín­ið geymt í nokk­ur ár í við­bót á tunnu er það kall­að Fine Old Ru­by eða jafn­vel Vin­ta­ge Charact­er Port.

Eft­ir því sem vín­ið er geymt leng­ur á tunnu breyt­ir það um lit, rauði lit­ur­inn tek­ur á sig brúna tóna og ávöxt­ur­inn vík­ur fyr­ir hnet­um og möndl­um. Þessi púrtvín eru köll­uð Tawny með vís­un í lit­ar­hátt þeirra. Skil­yrði fyr­ir því að púrtvín megi skil­greina sem Tawny er að það hafi ein­ung­is ver­ið lát­ið þroskast á eik­artunn­um.

Púrtvín, sem eru tek­in af tunnu eft­ir fjög­ur til sex ár og sett á flösku, eru köll­uð La­te Bottled Vin­ta­ge Port eða LBV. Þau eru mun ódýr­ari og jafn­framt minni vín og þurfa ekki lengri ­geymslu áð­ur en þeirra er neytt. Yfir­leitt eru mjög góð kaup í LBV-vín­um frá virtu púrtvíns­húsi.

Tawny-púrtvín frá ein­um til­tekn­um ár­gangi eru köll­uð Col­he­it­as og eru þeg­ar vel læt­ur með ljúf­feng­ustu púrtvín­um sem hægt er að finna

Bestu ár­in eru af­bragðsvín tek­in af tunnu eft­ir tvö ár og sett á flösk­ur. Þetta eru yf­ir­leitt dýr­ustu púrtvín­in og eru köll­uð ár­gangspúrtvín eða vin­ta­ge port, þar sem um vín frá til­tekn­um ár­gangi er að ræða en ekki blöndu.

Það er hægt að fá ágætis púrtvín í flestum flokkum hér. Púrvínshús sem flestir þekkja er Sandeman’s sem auðþekkjanleg eru vegna skikkjuklædda mannsins á flöskumiðanum sem hefur verið tákn Sandeman um aldabil. Það var Skoti, George Sandeman, sem stofnaði vínhúsið á sínum tíma og það er þekkt fyrir bæði púrtvín og sérrí.

Old Invalid Port er einfalt, þægilegt og ávaxtaríkt púrtvín sem hentar vel með flestum ostum og Old Tawny Port er hnetukennt og gott tawny.

Eldri Tawny er einnig hægt að fá frá Cockburn’s og Graham’s.

Þá er Late Bottled Vintage frá Osborne ágætis kostur með flestum ostum, þykkt og kröftugt púrtvín.

Púrtvín passa sérstaklega vel með gráðaostum, bæði hinum íslenska sem glæsilegum frönskum, breskum og ítölskum á borð við Roquefort, Stilton og Gorgonzola.

Einnig má nefna Brie og Camembert og þá er gott að hafa sultu með, t.d. rifsberjasultu.

Þá eru þau mjög góð – ekki síst tawny púrtvín – með þurrum hörðum ostum s.s. Parmigiano.

Deila.