Þessi kaka heitir Gateau Cardinal eða kardínálsterta á frönsku og er byggð upp annars vegar með einföldum svambotni sem er vættur með örlitlum jarðarberjalíkjör og síðan jarðarberjamús.
Botninn
- 4 egg
- 2 dl sykur
- 1 dl hveiti
- 0,75 dl kartöflumjöl
- 1,5 tsk lyftiduft
Þeytið saman egg og sykur. Bætið næst hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti út í og þeytið vel saman. Setjið í smurt 26 sm smelliform og bakið í 40 mínútur við 175 gráður.
Jarðarberjamús
- 300 g þroskuð og fín jarðarber auk nokkurra til skreytingar
- 125 g flórsykur
- 5 dl rjómi
- 3 egg
- 2 msk sykur
- 1 dl jarðarberjalíkjör t.d. De Kuyper Wild Strawberry + 0,5 dl til að væta kökubotninn
- vanillustöng
- 8 matarlímsblöð
Maukið jarðarber og flórsykur saman í matvinnsluvél.
Þeytið rjómann
Bleytið matarlímsböðin í nokkrar mínútur og leysið síðan upp í vatnsbaði eða örbylgjuofni. Bætið líkjörnum saman við.
Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið vanillukornin innan úr. Setjið í skál með eggjunum og sykrinum og þeytið saman.
Blandið jarðarblöndunni saman við og síðan matarlíminu/líkjörnum og loks rjómanum.
Hafið botninn í háu smelluformi. Skerið jarðarber í sneiðar og raðið meðfram hliðinni á forminu. Hellið um 0,5 dl af jarðarberjalíkjör yfir botninn. Hellið næst jarðarberja/rjómablöndunni yfir.
Setjið í ísskáp og látið stirðna.