Einfalt rabarbarapæ með hvítu súkkulaði

Þetta er svolítið öðruvísi rabarbarabaka ekki síst vegna þess að hér notum við hvítt súkkulaði. Og það besta er að bakan er jafnfljótleg og auðveld að gera og hún er góð.

  • 400 g rabarbari
  • 1 msk vanillusykur (sá besti er frá Pottagöldrum)
  • 150 g hvítt súkkulaði
  • 150 g smjör
  • 1 dl kókosflögur
  • 2 dl hrásykur eða ljós muscavadosykur
  • 3 dl hveiti

Hreinsið rabarbarann, skerið í litla bita og setjið í eldfast form. Grófsaxið hvíta súkkulaðið og sáldrið yfir ásamt vanillusykrinum.

Blandið saman hveiti, smjöri, kókosflögum og sykri. Dreifið yfir rabarbarann í forminu.

Eldið í um 25 mínútur við 200 gráður. Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.

Sjá fleiri kökur og eftirrétti hér.

Átt þú skemmtilega uppskrift sem að þú vilt deila með okkur? Sendu hana vinotekid@gmail.com.

Deila.