Rabarbarabaka með möndlumylsnu

Rabarbarabökur er hægt að gera á marga vegu. Hér er möndlumylsnu dreiftir yfir áður en bakan er bökuð.

  • 500 g rabarbari
  • 1,5 dl sykur/hrásykur
  • 1 msk kartöflumjöl
  • 1 tsk vanillusykur

Skerið rabarbarann í litla bita. Blandið sykri, kartöflumjöli og vanillusykri saman. Blandið rabarbaranum saman við. Setjið í eldfast mót.

Möndlumylsnan

  • 100 g smjör
  • 2,5 dl hveiti
  • 1 dl sykur/hrásykur
  • 1,5 dl hakkaðar möndlur
  • 1/2 tsk vanillusykur

Blandið hveiti, sykri, möndlum og vanillusykri saman. Blandið smjörinu saman við þannig að úr verði gróft deig.

Dreifið yfir rabarabarann og eldið við 200 gráður í 25-30 mínútur.

Berið fram með rjóma eða vanilluís.

Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum.

Deila.