Brownies er amerísk útgáfa af því sem að við myndum kalla skúffukaka. Við höfum áður verið með Syndsamlegar Brownies með hvítu súkkulaði en hér komin uppskrift að sannkallaðri, dökkri súkkulaðibombu.
- 220 gr. ósaltað smjör
- 220 gr. dökkt súkkulaði (56%)
- 170 gr. súkkulaðidropar (56%)
- 3 stór egg
- 1 msk. vanilludropar
- 225 gr. sykur
- 100 gr. hveiti
- 1 1/2 tsk. lyftiduft
- 1/2 tsk. salt
Hitið ofninn í 180 C. Smyrjið ca. 23×33 cm form.
Bræðið smjör, súkkulaði og helminginn af súkkulaðidropunum í vatnsbaði. Leyfið að kólna aðeins. Hrærið eggjum, vanillu og sykri saman. Bætið súkkulaðinu saman við, það á enn þá að vera vel volgt. Leyfið blöndunni að kólna.
Hrærið hveiti,lyftidufti og salti saman og bætið út í súkkulaðiblönduna. Hellið í formið.
Veltið hinum helmingnum af súkkulaðidropunuum upp úr cirka 1 matskeið af hveitið og setjið ofan á deigið í forminu.
Bakið í 30 mín. Stingið þá í kökuna til að athuga hvort að hún sé tilbúin.
Leyfið að kólna vel áður en skorið er niður í bita.