Amerískar pönnukökur með bláberjum og hlynsírópi

Það er kominn smá  páskafílingur í okkur á Vínótekinu. Hér bjóðum við upp á einfalda og góða uppskrift að amerískum pönnukökum. Þessi uppskrift er ekki stór, gerir um átta pönnukökur, en þá er  bara um að gera að tvöfalda hana eða þrefalda ef það eru margir á heimilinu.

  • 2.5 dl hveiti
  • 1 msk hrásykur
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2.5 dl súrmjólk
  • 1 egg
  • smá salt

Með pönnukökunum má t.d. hafa

  • bláber
  • hlynsíróp

Blandið saman hveiti, sykur, lyftidufti og salti í skál. Setjið súrmjólkina út í og hrærið  þangað til deigið er laust við kekki. Hrærið síðan egginu út í .

 

Hitið smjör á pönnu og steikið eina og eina pönnuköku í einu.

Berið fram með bláberjum og hlynsírópi.

Fleiri hugmyndir að réttum í páskabrönsinn má finna hér. 

Deila.