Hindberjakaka með súkkulaðibotni

Það eru til margvíslegar útgáfur af hindberjaköku.  Botninn á þessari er í raun súkkulaðikaka  sem er kæld og á meðan er búin til  hindberjamús sett er ofan á kökuna. Að lokum er hún  fryst áður en hún er borin fram.

Súkkulaðibotninn

 • 150 grömm smjör
 • 3 dl sykur
 • 1 1/2  dl hveiti
 • 2 tsk vanillusykur
 • 1/2  tsk salt
 • 4 msk kakó
 • 2 egg

Byrjið á því að bræða smjörið. Blandið síðan öllum þurrefnnum saman. Þar næst setjið þið bráðnaða smjörið útí og hrærið saman. Setjið siðan eitt egg í einu út í og hrærið vel á milli.  Setjið  deigið í 22 cm smelluform.  Það er ágætt að setja bökunarpappír á botninn ef þið viljið  ná kökunni af botninum og setja a disk áður en hindberjamúsin kemur ofan á. Bakist i ofni við 200 gráður í cirka 20-23 mín

Hindberjamús:

 • 250 grömm  hindber  (300 g ef þið notið frosin ber)
 • 2 egg
 • 3/4 dl sykur
 • 1/2 dl vatn
 • 5 matarlímsblöð
 • 2 dl rjómi

Maukið hindberin í matvinnsluvél.   Setjið matarlímsblöðin í bleyti í 5 mínútur.  Takið þau síðan upp og setjið í skál yfir vatnsbaði (ég hafði smá vatn með).  Hrærið  egg og sykur vel saman.  Blandið síðan eggjablöndunni saman við hindberin og bráðnaða matarlímið.   Þeytið  rjómann og blandið honum saman við.

Það er ágætt að setja þetta í frysti til að kakan fái að stirðna en takið hana út 30-40 mín áður en hún er borin fram.

Deila.