Spænsk pizza

Spánn er ekki það land sem að maður tengir strax við pizzur en á þessari hlöðum við yndilegum spænskum hráefnum. Chorizo-pylsur má fá í flestum stórmörkuðum í dag og það sama á við um spænska Serrano eða Iberico-skinku.

Fletjið út pizzudeigið og smyrjið pizzasósunni á það. Skerið mozzarellakúlurnar í sneiðar og dreifið um botninn. Skerið niður chorizo og dreifið um pizzuna. Dreifið bitum af grillaðri papriku og ætiþistlum á pizzuna. Setjið skinkusneiðarnar yfir. Rífið parmesan yfir. Bakið við hæsta mögulega hita þar til að botninn er stokkur og osturinn bráðnaður.

Skoðið allar pizzauppskriftir með því að smella hér.

Deila.