Trivento Golden Reserve Syrah 2011

Golden Reserve-línan frá Trivento hefur hlotið fádæma lof, enda um mögnuð vín að ræða miðað við verð. Hefur Syrah-vínið m.a. hlotið 93 punkta hjá Wine Advocate riti Bandaríkjamannsins Roberts Parkers.

Trivento Golden Reseve Syrah er mjög dökkt, dimmfjólublátt á lit. Angan af heitum, þroskuðum ávexti, djúpum. Krækiber, bláber, töluverð eik, nokkuð kryddað. Í munni tannískt, ungt, ágengt og kröftugt. Mæli með umhellingu. Vín fyrir stórar steikur.

2.999 krónur. Frábær kaup á þessu verði.

Deila.