Saltfiskur „con tomate“

Bacalao con Tomate er ein af hinum sígildu spænsku saltfisksuppskriftum sem flestar spænskar húsmæður – og húsfeður – elda reglulega.

  • 800 g saltfiskur, útvatnaður, helst þykk hnakkastykki
  • 1 laukur, saxaður
  • 4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • 5 dl tómatapassata
  • (rauðvínsskvetta ef hún er til)
  • 1 dós grænar ólífur
  • 1/2 dós grillaðar paprikur
  • 3 msk chorizo (eða pancetta)
  • ólífuolía

Skerið chorizo eða pancetta í litla bita. Chorizo gefur meira kryddbragð, pancetta ýtir meira undir annað bragð.

Hitið olíu á pönnu eða í þykkum potti. Steikið chorizo í 2-3 mínútur og bætið þá söxuðum lauknum og hvítlauknum út í. Mýkið á miðlungshita í 3-4 mínútur. Hellið þá skvettu af rauðvíni út í, sjóðið niður í 2-3 mínútur og hellið þá tómötunum út á. Látið malla í um 5 mínútur.

Saxið ólífur og grillaðar paprikur. Blandið saman við. Setjið fiskstykkin ofan í.

IMG_9382

 

Setjið pönnu eða pott inn í 200 gráðu heitan ofn og eldið í um 20 mínútur.

Með þessu má bera fram pönnusteikta kartöflubáta og gott salat. Kröftugt spænskt rauðvín er líka fullkomið með, t.d. Rioja Crianza eða Reserva eða ungt Ribera del Duero á borð við Finca Resalso.

Fleiri girnilegar uppskrift að saltfisk finnið þið hér.

Deila.