Hummingbird bakaríið í London

Hummingbird bakaríið í London er löngum orðið þekkt fyrir sínar girnilegu og fallegu kökur. Vinsældir Hummingbird eru einstakar en það var með fyrstu bakaríunum á þessum slóðum sem horfði ekki austur um haf yfir til Evrópu heldur vestur um haf til Bandaríkjanna. Áhersla var lögð á cupcakes og amerískar bökur (pie) í upphafi en það var líka Hummingbird sem átti frumkvæði að því að kynna Bretum Red Velvet kökur og Whoopies.

Það eru hins vegar bollakökurnar eða Cup Cakees sem hafa verið flaggskip Hummingbird og árið 2010 voru í fyrsta skipti seldar meira en milljón bollakökur. Árið 2011 náðist milljón köku markið á fyrstu tveimur mánuðum ársins.

Hummingbird bakaríð var stofnað árið 2004 og var fyrsta bakaríð opnað í Notting Hill. Í dag eru bakaríin orðin sex talsins á Lundúnasvæðinu og fyrsta strandhögg Hummingbird í Mið-Austurlöndum átti sér stað þegar bakarí var opnað í Dubai árið 2012. Þar verður væntanlega mesti vöxtur fyrirtækisins á næstu árum því stefnt er að því að opna allt að tuttugu bakarí í Mið-Austurlöndum á næstu árum.

Hummingbird bakaríið er eitt af mínum uppáhaldsbakarium og ég reyni alltaf að heimsækja það ef ég er í London. Þeir sem eiga leið tildæmis á Portobelló markaðinn í Notting Hill ættu ekki að láta bakaríð fram hjá sér fara eða þá bakaríin á Brompton Road, í Islington, South Kensington og á Wardour Street í Soho.

Ein af mínum uppáhaldskökum Hummingbird eru gulrótarmúffurnar en ég læt hér fylgja með uppskrift af þeim ásamt tveimur öðrum í stíl Hummingbird. Smellið bara á hlekkina hér fyrir neðan:

Gulrótarmúffur Hummingbird

Red Velvet kaka

Klassískar Whoopies með vanillukremi

Deila.