Hurðaskellir mætir aftur með látum

Borg Brugghús hafa verið afar áberandi undanfarin ár þegar kemur að árstíðabundnum bjórum. Þessi jólin slá þeir öll fyrri met og senda frá sér 4 afar ólíka bjóra sem allir eru lostæti á sinn hátt. Bjórarnir eru Askasleikir, Skyrjarmur, Giljagaur og Hurðaskellir sem því miður vantaði í blindsmakk Vinoteks.

Það má með sanni segja að Hurðaskellir sé sælgæti og einn vandaðasti bjór Borgar. Rúgviskí tunnurnar skipa mikinn sess, bæði í bragð og lykt. Miklir vanillu, kókos og kryddtónar einkenna  bjórinn og má segja að þetta sé kjörinn bjór í að njóta lengi og vel. Fyrir ári sögðum við að þetta sé eflaust einn besti tunnuþroskaði bjór sem við höfum smakkað og við breytum þeirri skoðun ekki í ár. Magnaður bjór.

Deila.