Trillium, Tree House og Other Half á Session Craft Bar

Það má með sanni segja að einn af bjór viðburðum ársins hefjist á morgun fimmtudag á kl 12:00 á Session Bar en þá verða í fyrsta skipti á Íslandi til sölu bjórar frá Trillium, Tree House og Other Half á einum stað.

Þessi þrjú brugghús hafa verið í fremstu röð í heiminum hvað varðar skýjaða IPA bjóra og því hvalreki að fá ferskar dósir með flugi frá Bandaríkjunum. Þessi brugghús eru þau allra bestu í heimi samkvæmt untappd.com og stendur fólk í löngum röðum eftir dósum frá þeim.

Other Half ætti að vera lesendum kunnugir en við fjölluðum um þá á síðasta ári.

Trillium og Tree House hafa verið leiðandi brugghús í því sem er að gerast í Nýja Englandi en Massachussets og Vermont hafa verið vagga bjórmenningar í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Nánari umfjöllun um Trillium og eigendur þess er að vænta hér á Vinotek á næstu viku.

Við mælum með að fólk mæti snemma á morgun til að tryggja sér eitthvað af þessum frábæru bjórum:

*Tree House*
Baby Bright
Bright
Trail Magic
Hurricane
Doppelganger
Old Man
BBBrighttt w/ Citra
SSSappp
Imperssionism
Double Shot

*Other Half*
Idaho 7 + Mouteka
DDH hop showers w/Idaho 7
MMM…Fruit Dream

*Trillium*
DDH The Publick House IPA
DDH Scaled
El Dorado Cutting Tiles
Motueka Fort Point Pale Ale

Deila.