El Coto Rosado 2018

El Coto er eitt af stóru vínhúsunum í Rioja á Spáni og njóta mikilla vinsælda jafnt á Spáni sem alþjóðlega. Vínin eru yfirleitt klassísk, vel gerð og traust. Rósavínið frá El Coto er blanda úr Tempranillo og Garnacha, liturinn er rauðbleikur og sæt rauð ber einkenna nefið, jarðarber, hindber, rifsberjahlaup og tyggjó. Ávöxturinn er ágætlega þykkur í munni, sætur og þroskaður.

70%

1.999 krónur. Mjög góð kaup. Borið fram ískalt á pallinum.

  • 7
Deila.