Leitarorð: Kokteilar

Kokteilar

Stroh hefur löngum verið vinsælt hjá skíðamönnum sem hafa kynnst þessu austurríska kryddrommi í Ölpunum. Það er hægt að nota Stroh á marga vegu í kokkteila eins og þetta „hálandate“ er dæmi um.

Kokteilar

Avatar er eins og vera ber fagurblár drykkur en það er Blue Curacao sem gefur litinn en líkjörinn er gerður úr þurrkuðum berki Laraha-ávaxtarins sem vex á eyjunni Curacao.

Kokteilar

Þessi rommkokkteill er einskonar daiquiri en sækir einnig innblástur í annan sígildan suðrænan kokkteil, nefnilega Pina Colada.

Kokteilar

Það er magnað jarðaberjabragð af þessum jarðaberja Martini enda sex fersk ber í hverjum drykk.

Kokteilar

Þetta er snilldardrykkur hjá Christian Hägg á bar Kolabrautarinnar í Hörpunni en hindberjafroðan gefur honum óvenjulegt yfirbragð sem lætur hann standa undir nafni.

Kokteilar

Fizz-fjölskyldan eru gindrykkir þar sem koma við sögu sítróna og sykur ásamt gini. Hér er einn í Fizz-drykkur úr smiðju Christian Hagg á bar Kolabrautarinnar í Hörpunni.

Kokteilar

Þessi flotti rommkokkteill kemur úr smiðju Christian Hägg sem er yfir barnum á Kolabrautinni í Hörpunni.

Vætið hrásykurmolaa með dassi af Angostura Bitter. Setjið í glas ásamt smáskvettu af sódavatni og merjið með staut til að leysa upp sykurinn.

Næst er helt í glasið:

5,5 cl Havana Club Especial

0,5 cl eplasafi

Setjið muldan klaka í glasið og hærið vel.

Bætið við smá klaka og dassi af eplasafa.

Skreytið með appelsínu-tvisti.

Kokteilar

Fourth Floor er húskokkteil Kolabrautarinnar í Hörpu og hér eru það hindberin sem stjórna ferðinni.

Kokteilar

Einn danskur með hitabeltisívafi. Ákavíti og sítrusávextir og appelsínulíkjör. Tær snilld.

1 2 3 4 12