Leitarorð: lambakjöt

Uppskriftir

Þetta er svolítið öðruvísi aðferð við eldun á lambakótilettum en við erum vön enda kemur hún frá Suður-Ítalíu. Hvort sem er í Kalabríu, Kampaníu eða Púglíu er algengt að rekast á lambakótilettur eða bógsneiðar af lambi eldaðar með ólívum og sítrónu.

Uppskriftir

Lamb er mikið borðað á Ítaliu en matreiðslan yfirleitt með nokkuð öðrum hætti en við Íslendingar eigum að venjast. Hér er uppskrift frá héraðinu Púglia syðst á Ítalíu þar sem lærið er eldað með kartöflum og lauk. Best er að nota lítið læri sem kemst fyrir í góðum potti eða ofnskúffu ef hækillinn er sagaður af.

Uppskriftir

Biryani eru hrísgrjónaréttir sem algengir eru víða um Indland en upphaflega barst þessi tegund matreiðslu til Indlands með múslímskum innflytjendum. Í biryani réttum sem kenndir eru við Hyderabad er yfirleitt notað kjöt, lamb eða kjúklingur.

Uppskriftir

Kjötsósur með pasta heita „ragú“ á ítölsku og er Bolognese líklega sú þekktasta þeirra. Hér er uppskrift frá héraðinu Abruzzo þar sem notað er lambakjöt og verður að segjast eins og er að íslenska lambakjötið kemur stórkostlega út í þessari uppskrift.

1 5 6 7