Humar Caribe

Humar er snæddur víða og þessa uppskrift sóttum við til frönsku nýlendnanna í Karíabahafi, Guadalope og Martinique. Humarinn borinn fram með Basmatigrjónum og exótísku Karíbamauki.

Humar

  • 20-24 humarhalar
  • allrahanda
  • salt
  • olía og smjör

Klippið humarinn og garnhreinsið. Steikið í olíu og smjöri á pönnu í nokkrar mínútur- eða grillið. Kryddið með salti og allrahanda.

Svo er auðvitað líka hægt að hafa venjulegan grillaðan humar með steinselju, smjöri og hvítlauk.

Karíbamauk

  • 2 laukar
  • 1 dós maukaðir tómatar
  • börkur af 1 lime
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 4 kaffir lime lauf
  • 2 grænir chilibelgir, fræhreinsaðir
  • 1 tsk timjan
  • klípa saffran
  • klípa allrahanda
  • salt og pipar

Fínasaxið laukinn og mýkið í olíu í 5-7 mínútur á vægum hita þar til að hann fer að taka á síg lit.

Maukið hvítlauk, limebörkin, lime-blöðin og chili í matvínnsluvél ásamt um msk af vatni. Bætið saman við laukin ásamt timjan, saffran og tómötum. Saltið og piprið. Sjóðið í um tíu mínútur. Bætið allrahanda við í lokin.

Basmati-grjón

Hitið um msk af olíu í potti og hitið grjónin olíunni í 1-2 mínútur. Bætið vatni og salti saman við og sjóðið þar til greinin eru orðin mjúk.

Með þessu má hafa hvítlauksbrauð og auðvitað ferskt og gott hvítvín, eitt sem smellur fullkomlega að er Gerard Bertrand Chardonnay.

 

Deila.