Parmesan-húðaður kjúklingur

Parmesanostur er hér í mörgum hlutverkum bæði í hjúpnum utan um kjúklinginn og í pastasósunni. Það er síðan auðvitað gott að hafa smá auka Parmesan rifinn með til hliðar.

 • 4 úrbeinaðar kjúklingabringur eða samsvarandi magn af kjúklingalundum
 • 100 g parmesanostur
 • 1 sítróna, rífið niður börkinn og pressið safann úr
 • 2 egg
 • hveiti
 • 2 dl heimatilbúið brauðrasp (ristið brauð eða hitið í ofni og maukið í matvinnsluvél)
 • 1 dl valhnetur, ristaðar og muldar
 • 2 msk söxuð steinselja
 • 1 msk saxað timjan
 • 1 msk saxað rósmarín
 • salt og pipar

Skerið bringurnar í 2-3 bita eftir stærð, setjið í fat og hellið sítrónusafanum yfir. Blandið saman parmesan-ostinum, hnetumulningnum, rifna sítrónuberkinum, söxuðu kryddjurtunum og raspinu.

Pískið eggin. Veltið kjúklingabitunum upp úr egginu, hveitinu og síðan parmesan-raspinu.

Setjið kjúklingabitana í 180 gráðu heitan ofn og eldið í 30-40 mínútur.

Berið fram með fersku grænu salati og tagiatelle með parmigiano-rjómasósu. Hana gerum við svona:

 • 3 dl hvítvín
 • 2 saxaðir skallottulaukar
 • 4 dl kjúklingasoð
 • 1 dós sýrður rjómi 18%
 • 100 g rifinn Parmesan
 • salt og pipar

Setjið saxaða laukin og vínið í pott og sjóðið á háum hita þar til um helmingur af víninu hefur gufað upp. Bætið nú kjúklingasoðinu saman við og sjóðið aftur niður um heming. Bætið rjómanum saman við, lækkið hitainn og þykkið sósuna aðeins, bætið loks rifna ostinum saman við, saltið og piprið eftir smekk.

Sjóðið Tagliatelle skv. leiðbeiningum og blandið saman við sósuna.

Með þessu vín á borð við Brolio.

Deila.