Kjúklingur með Dijon og estragon

Þessi uppskrift er frönsk að uppruna og tilbrigði við þekkt stef franska eldhússins, þar sem Dijon-sinnep og sýrður rjómi vinna saman. Í þessu tilviki með fersku estragoni. Útkoman er virkilega góður og bragðmikill réttur.

  • 1 kjúklingur, bútaður í 8 bita
  • 1 lúka söxuð estragonblöð
  • 1 dl hvítvín
  • 3 msk Dijon-sinnep
  • 4-5 hvítlauksgeirar
  • 1 dós sýrður rjómi (18%)
  • 1 msk smjör
  • ólífuolía
  • Salt og pipar

Hitið smjör og pipar ásamt smá olíu saman á pönnu með loki eða þykkbotna potti. Steikið kjúklingabitana í um fimm mínútur eða þar til þeir hafa tekið á sig góðan lit. Saltið og piprið.

Bætið hvítlauknum út á pönnuna. Hrærið saman. Bætið estragon og hvítvíni út á pönnuna, hrærið öllu saman og leyfið að malla undir loki í um 20 mínútur, eða þar til kjúklingabitarnir eru eldaðir í gegn.

Takið lokið af pönnunni, blandið sinnepi og sýrðum rjóma út á. Hrærið vel saman og látið malla í smá stund þar til sósan fer að þykkna. Saltið og piprið eftir smekk.

Berið fram með hrísgrjónum og klettasalati og frönsku rauðvíni, til dæmis Cuvée Bouchard Ainée Rouge sem er einfalt og gott.

Deila.