Caracter Shiraz-Malbec 2009

Vínlínan sem ber nafnuð Caracter kemur af ekrum Bodegas Santa Ana í Mendoza í Argentínu. Santa Ana er með eldri búgörðum Argentínu, hóf framleiðslu árið 1891, og hefur um langt skeið lagt rækt við útflutning vína. Það fer ekki á milli mála að Caracter-vínin eru sérsniðin fyrir útflutning og skipa sér í flokk þeirra vína sem nýta sér þá stöðu Argentínu að geta boðið upp á kröftug en mjög ódýr vín.

Caracter Shiraz-Malbec 2009 er ungt og sprækt með tærri angan af bláberjasafa og rifsberjum. Þarna vottar líka fyrir mokka-kaffi, vínið hefur mjúka og þægilega áferð og gefur af sér ágætan þokka.

1.399 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.