Sólþurrkuðu tómatarnir eru lykillinn að bragðinu í þessari þykku og bragðgóðu pastasósu.
Hráfni:
- 1 pakkning kjúklingalundir eða kjúklingabringur
- 1 dós sólþurrkaðir tómatar í olíu
- 2 dl hvítvín
- 1 dl kjúklingasoð
- 2-3 dl matreiðslurjómi
- 1 stór laukur
- 2 geirlausir hvítlaukar
- væn lúka af basillaufum
- klípa af rauðum chiliflögum
- 500 g pasta, t.d. Penne
Aðferð:
- Skerið kjúklinginn í litla bita. Saxið sólþurrkuðu tómatana, laukinn, hvítlaukinn og basillaufin.
- Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingabitana í um fimm mínútur. Saltið og piprið. Takið af pönnunni og geymið. Steikið laukinn og hvítlaukinn í 2-3 mínútur. Bætið tómötunum út á pönnuna og chiliflögunum.
- Bætið víninu á pönnuna, hreinsið upp skófarnar og sjóðið niður um helming.
- Bætið kjúklingasoðinu út á pönnuna. Leyfið suðu að koma upp.
- Bætið kjúklingabitunum aftur út á ásamt safa sem hefur lekið af þeim. Hellið rjóma á pönnuna og bætið basillaufunum saman við. Hrærið öllu vel saman og látið malla á vægum hita í 7-8 mínútur.
- Hitið pasta samkvæmt leiðbeiningum.
- Blandið pasta og kjúklingasósunni saman í stórri skál og berið strax fram með nýrifnum Parmesan-osti og grænu salati.