Oreo trufflur

Þessi ameríska trufflu-uppskrift er hrikalega einföld en jafnframt eru trufflurnar beint í mark fyrir þá sem elska Oreo. Uppskriftin gerir um 16 trufflur.

  • 1 pakki Oreo (16 kexkökur)
  • 100 g rjómaostur
  • 1 tsk vanilludropar

Setjið kexið í matvinnsluvél og myljið. Setjið mylsnuna í skál ásamt rjómaostinum og vanilludropunum. Þeytið saman með handþeytara þar til að úr verður dökkur massi þar sem ekkert sést í rjómaostinn lengur.

Mótið kúlur, setjið á smjörpappír og kælið í ísskáp í um klukkustund.

Bræðið mjólkursúkkulaði og veltið helmingnum af kúlunum upp úr. Veltið hinum helmingnum upp úr bráðnu hvítu súkkulaði. Skreytið hvítu kúlurnar með smá mjólkursúkkulaði og þær dökku með smá hvítu súkkulaði.

Geymið í ísskáp.

Deila.