La Granja Tempranillo Garnacha 2010

La Granja 360 er vín sem kemur frá spænska héraðinu Carinena í norðausturhluta landsins. La Granja þýðir bóndabýli á spænsku, vínið er hins vegar sveitalegt og nútímalegt í senn.

Þetta rauðvín sem er blanda úr þekktustu rauðvínsþrúgu þeirra Spánverja, Tempranillo, og Miðjarðarhafsþrúgunni Garnacha (Grenache) er  sprækt og lifandi með kröftugum og flottum ávexti plómur, krydd, karamella í nefi. Ágætlega langt með mildum tannínum.

1.850 krónur. Góð kaup.

Deila.