Texas-rub á steikina

Þessi kryddblanda er í anda þess hvernig nautasteikur hafa gjarnan verið kryddaðar í Texas í gegnum tíðina. Nálægðin við Mexíkó leynir sér ekki.

Blandið í jöfnum hlutföllum, t.d. 1 msk af hvrju

  • Maldonsalt
  • nýmulinn pipar
  • paprikukrydd
  • cummin
  • rósmarín
  • hvítlauksduft

Blandið saman og nuddið steikunum vel upp úr kryddblöndunni. Látið standa í að minnsta kosti 30 mínútur en helst aðeins lengur.

Deila.