Amarulalegnar perur með gráðostasalati

Þetta er sumarlegt og fínt salat þar sem að perur eru soðnar í Amarulalíkjör.

Hráefni

  • 625 ml Amarula
  • 125 ml vatn
  • 3 msk sykur
  • 1 tsk svört piparkorn
  • ½ tsk salt
  • 2 negulnaglar
  • 2 perur
  • 1 poki „baby leaf“ salat
  • 150 g gráðaostur (kurl)
  • baunaspírur
  • balsamikedik, soðið niður

Amarulalegnar perur

Blandið saman Amarula, vatni, sykri, pipar, salti og negulnöglum í potti. Leyfið suðunni að koma upp og sjóðið í um 8 mínútur. Byrjið á háum hita og hrærið vel í á meðan sykurinn er að leysast upp en lækkið síðan hitann.

Skrælið perurnar en skiljið stöngulinn eftir. Setjið perurnar í vökvann, látið þær liggja á hlið þannig að vökvinn þekji þær nær alveg. Snúið þeim reglulega þannig að þær eldist og marinerist jafnt. Sjóðið í um 5 mínútur eða þar til að þær byrja að gefa eftir þegar að stungið er í þær með hníf. Leyfið þeim að kólna í leginum í um 20 mínútur. Snúið þá við og látið liggja í 20 mínútur til viðbótar.

Takið úr leginum. Skerið í tvennt, kjarnhreinsið og skerið síðan í grófar sneiðar. Geymði.

Salat

Sjóðið 1 dl af góðu balsamikediki niður um 2/3

Setjið salatblöðin á 4 diska eða eitt stórt fat. Kurlið gráðaostinn yfir og raðið síðan perunum yfir og þá baunaspírur. Hellið balsamikedikinu yfir og berið fram.

 

Deila.