Rabarbarasulta með jarðarberjum og lime

Íslenska hefðin er sú að nota rabarbarann einan og sér enda var lengi vel ekki úr mörgu öðru að spila hér á landi. Í Norður-Evrópu er hins vegar rík hefð fyrir því að nota rabarbara og jarðarber saman enda eiga þessi brögð frábærlega vel saman.

Í þessa sultu notum við bæði rabarabara og jarðarber en einnig lime, svona til að fullkomna sultuna.Það er hægt að nota hvort sem er fersk eða frosin jarðarber. Hér notum við sultusykur (syltesukker) sem er sykur með sultuhleypi. Fæst í helstu verslunum. Einnig er hægt að nota venjulegan sykur en þá er ráðlegt að sjóða sultuna 5-10 mínútum lengur til að þykkja hana

  • 400 g rabarbari
  • 200 g jarðarber
  • 350 g sultusykur
  • 1 lime, rifinn börkur og pressaður safi
  • 1 dl vatn

Skerið rabarabarann í litla bita. Rífið börkinn af limeávextinum og pressið safann. Setjið allt í pott, leyfið suðunni að koma upp og látið malla í um 15-20 mínútur eða þar til allt hefur maukast vel og sultan er orðin þykk.

Setjið strax á krukkur.

 

Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum.

Deila.