Bláber eru vinsæl í kökur og bökur. Hér breytum við út af hefðinni og gerum bláberjaköuna með kókos sem passar virkilega vel við.
- 75 g smjör
- 2 egg
- 3 dl kókosmjöl
- 1 msk ristað kókosmjöl til að þekja formið
- 1,5 dl hveiti
- 1,5 dl sykur + 2 msk
- 1/2 sítróna, börkur rifinn og safinn pressaður
- 2 dl bláber
- 1 tsk lyftiduft
Setjið 1 msk af kókosmjöli í eldfast form og ristið í ofni þar til að það fer að taka á sig lit.
Smyrjið 24 sm smelliform og þekjið síðan með ristaða kókosmjölinu .
Bræðið smjörið og leyfið að kólna aðeins. Þeytið saman sykur og egg. Þegar blandan er orðin þykk er smjörinu,sítrónusafanum og sítrónuberkinum hrært saman við eggin. Þá er kókosmjöli, hveiti og lyftidufti blandað saman við. Hrærið vel saman.
Hellið deiginu í formið. Þá er bláberjunum hellt í formið og um 2 msk af sykri dreift yfir.
Bakið við 175 gráður, neðarlega í ofninum í um 30 mínútur. Takið út og leyfið kökunni að kólna aðeins áður en smelluformið er opnað.
Berið fram með rjóma eða vanilluís.
Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum.