Grillaður lax með dilli og sítrónu

Lax með dilli og sítrónu er klassísk blanda sem að við leikum okkur með í þessari marineringu áður en fiskurinn er grillaður.

  • 800 g laxaflak
  • safi úr einni sítrónu
  • 1 msk rifinn sítrónubörkur
  • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 2 tsk dill eða 2 msk saxað ferskt dill
  • 2 msk olífuolía

Blandið saman sítrónusafa, sítrónuberki, pressuðum hvítlauk, dilli og ólífuolíu í plastpoka (frystipoka eða ziplock-poka). Setjið flakið í pokann og leyfið að marinerast í 1-3 klukkustundir.

Takið úr pokanum. Saltið og piprið.

Hitið grillið og setjið flakið á grillið með roðhliðina upp. Grillið í 2-3 mínútur. Snúið við og grillið áfram undir loki með roðhliðina niður þar til að flakið er fulleldað. Það fer auðvitað eftir hita grillsins og þykkt flaksins hvað það tekur langan tíma en gerið ráð fyrir 4-5 mínútum.

Meðlætið getur verið margvíslegt t.d. spergilkál með sítrónu eða steinseljukartöflur.

Berið fram með ísköldu Chablis, t.d. La Chablisienne. Petit Chablis.

Deila.