Amerískar súkkulaðibitakökur

Þetta eru hinur sígildu amerísku súkkulaðibitakökur eða „chocolate chip cookies“ sem slá alltaf í gegn.  Þessi uppskrift er kannski aðeins í minna lagi  – um það bil tvær plötur af kökum – og því um að gera að tvöfalda hana ef þið viljið eiga nóg af súkkulaðibitakökum, þær eiga það nefnilega til að klárast hratt.

  • 125 gr  smjör
  • 125 gr  púðursykur
  • 50 gr sykur
  • 1 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 175 gr hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk natron
  • 200 gr súkkulaðidropar

Stillið ofninn á 190 c.

Hrærið saman smjör, púðursykur og sykur. Bætið egginu út í  og síðan hinum þurrefnunum smám saman. Bætið að lokum súkkulaðidropunum saman við.

Setjið bökunarpappír á plötur og setjið væna teskeið af deigi fyrir hverja köku. Bakið í 8-10 mínútur.

Fleiri hugmyndir fyrir jólabaksturinn finnið þið hér.

 

Deila.