Maís, valhnetur og klettasalat eru kjarninn í þessu létta og sumarlega salati og sítróna og sítrónubörkur gefa salatinu ferskleika. Hægt að hafa eitt og sér eða sem meðlæti með ýmsu, t.d. grilluðum fisk eða kjúkling.
- 1 poki klettasalat (75 g)
- 2 maísstangir
- 1 paprika (gulur litur fer vel við salatið)
- 1/2 Fetakubbur
- 1 væn lúka valhnetur
- 1 sítróna
- 2 msk ólífuolía
- salt og pipar
Grillið eða bakið maísstangirnar. Skafið kornin af stöngunum með hníf. Bakið hneturnar í ofni við 180 gráður í 6-8 mínútur. Saxið paprikuna fínt.
Rífið börkinn af sítrónunni með rifjárni. Pressið safann úr sítrónunni. Blandið berki og sítrónusafa saman við ólífuolíuna í skál. Saltið og piprið með sjávarsalti og nýmyldum pipar.
Blandið papriku, maís, klettasalati og hnetum saman við. Skerið fetaostinn í litla bita og bætið út í.