Montes Alpha Special Cuvée Sauvignon Blanc 2016

Vínin í Montes Alpha-línunni þarf líklega ekki að kynna, þau hafa verið eitt helsta tákn gæðavina frá Chile í á þriðja áratug. Það vekur því athygli þegar að það gerist eitthvað nýtt í línunni, eins og þegar skyndilega er kominn undirflokkur sem heitir Special Cuvée og er auðkenndur með svörtum miða – en Alpha-miðarnir hafa jú alltaf verið hvítir. Aurelio Montes hefur aldrei verið maður kyrrstöðu og Alpha Special Cuvée eru vín sem ætlað er að vera skrefinu fremri en Alpha-vínin, ekki síst með því að færa vínræktina sjálfa upp á svalari svæði.

Sauvignon Blanc hefur fyrir löngu markað sér sess sem en af meginþrúgum Chile. Þrúgurnar hér eru er ræktaðar á einu besta hvítvínssvæði Chile, Leyda-dalnum, nánar tiltekið á undirsvæði sem heitir Santo Domingo og er steinsnar frá Kyrrahafinu. Vínið er grösugt, nýslegið gras, grænn aspas, netlur, kívi og lime, töluvert míneralískt. Ferskt, þurrt og tignarlegt.

90%

3.199 krónur. Frábær kaup. Með rækjum og skelfisk.

  • 9
Deila.